Bílar

Aston Martin til sölu

Finnur Thorlacius skrifar
Aston Martin DB11.
Aston Martin DB11.

Eigendur breska sportbílaframleiðandans Aston Martin hefur leitað til fjárfestingabankans Lazard til að undirbúa skráningu Aston Martin á hlutabréfamarkað eða sölu í heilu lagi. Núverandi eigendur Aston Martin eru frá Kuwait ásamt ítölskum fjárfestingasjóði. Þessir aðilar hyggjast nú losa um fjárfestingu sína og hagnast á því ágæta gengi sem Aston Martin nýtur nú.

Virði Aston Martin er nú metið á 2 til 3 milljarða punda, eða 280 til 420 milljarðar króna. Fjárfestarnir frá Kuwait eiga 54,5% í Aston Martin, ítalski fjárfestingasjóðurinn 37,5%, Daimler Benz 5% og aðrir eigendur alls 3%. Loksins er farið að ganga vel hjá Aston Martin og fyrirtækið mun skila hagnaði í fyrsta sinn í ár síðan 2010.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.