Golf

Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili GSÍmyndir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn fyrir lokadaginn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi, þrátt fyrir að hafa spilað sinn versta hring á mótinu til þessa.

Guðrún Brá spilaði á 75 höggum í dag, þremur yfir pari vallarins, og er í 51.-58. sæti fyrir lokadaginn. Efstu 60 kylfingarnir fá að taka þátt á lokadeginum sem fer fram á morgun.

Ljóst er að hún þarf að spila betur á morgun til að eiga möguleika á að komast á Evrópumótaröðina en efstu 25 kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á mótaröð næsta tímabils.

Þeir kylfingar sem eru í 24.-25. sæti nú eru á fjórum höggum undir pari vallarins, fimm höggum á undan Guðrúnu.

Guðrún Brá fékk einn fugl í dag og fjóra skolla, þar af þrjá á fyrri níu holunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.