Handbolti

Dagur: Úrslitakeppnin verður algjör negla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dagur Sigurðsson hefur fylgst vel með gangi mála í Olís deildunum í vetur og er reglulegur gestur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Dagur ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu sterk deildin sé og hversu jöfnn hún er.

„Ég held að leikmenn geti verið í ennþá betra formi. Við þurfum að passa upp á það að allir séu að æfa 11 mánuði á ári. Ég held það vanti aðeins upp á það, pásan sé orðin of löng hjá mörgum liðum,“ sagði Dagur.

Gaupi gat ekki sleppt Degi án þess að spurja hann út í möguleika íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Króatíu í janúar.

„Ég held að liðið sé gríðarlega sterkt, með reynslumikla menn. En verður alltaf spurning um vörn og markvörslu, ef þeir ná því upp þá er allt mögulegt,“ sagði Dagur Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×