Íslenski boltinn

Rajkovic sest á bekkinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rajkovic mun verða á hliðarlínunni í sumar
Rajkovic mun verða á hliðarlínunni í sumar vísir/eyþór

Srdjan Rajkovic mun ekki standa á milli stanganna hjá KA í Pepsi deildinni næsta sumar. Rajkovic hefur sett hanskana á hilluna og fengið sér sæti í þjálfarateymi félagsins.

Serbinn tekur við af Eggerti Sigmundssyni sem markmannsþjálfari liðsins, en Srdjan Tufegzic er aðalþjálfari liðsins. Óskar Bragason framlengdi samning sinn við félagið, en hann er aðstoðarþjálfari Tufegzic.

Rajkovic er 41 árs gamall og hefur verið á Akureyri undanfarin ár, því áður en hann kom til KA 2014 spilaði hann fyrir Þór. Hann hefur þó verið að spila fótbolta á Íslandi síðan 1999, lengst af með Fjarðarbyggð.

Hann tók þátt í öllum deildarleikjum KA á síðasta tímabili nema einum og hélt hreinu í fimm þeirra. KA var nýliði á síðasta tímabili, en endaði haustið um miðja deild, í sjöunda sæti með 29 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.