Innlent

Víða hættulegar akstursaðstæður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er ekki útilokað að það muni blása um Holtavörðuheiði í kvöld og nótt.
Það er ekki útilokað að það muni blása um Holtavörðuheiði í kvöld og nótt. Vísir/GVA

Gular viðvaranir taka í gildi í kvöld frá norðanverðum Vestfjörðum, yfir Breiðafjörð, um Norðurland, á miðhálendinu og að Suðausturlandi.

Gert er ráð fyrir meðalvindi á bilinu 15 til 23 m/sog getur vindur sumstaðar farið í 30 til 40 m/s í hviðum. Fyrir vikið eru víða varasamar aðstæður til aksturs, „einkum á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar.

Á Suðausturlandi er varað við staðbundnum og varasömum vindstrengum við Vatnajökul og undir Öræfajökli gætu vindhviður náð 50 m/s. Þar segir Veðurstofan að hættulegt sé fyrir ökutæki að vera á ferðinni.

Þá verður lélegt skyggni á Miðhálendinu í kvöld og í nótt sökum snjókomu og slyddu. Þar verður jafnframt vestan 18 til 25 m/s.

Gular viðvaranir taka gildi í kvöld. Veðurstofan

Með þessum vestan garra færist þurrara og kaldara loft yfir landið að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar og í kvöld og nótt styttir því upp að mestu og rofar til. Það dregur síðan smám saman úr vestan belgingnum eftir hádegi á morgun. Útlit er fyrir hið rólegasta veður á landinu á sunnudag.

Annars staðar á landinu er gert ráð fyrir suðvestan 8 til 15 m/s og rigningu eða súld. Hitinn verður á bilinu 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á laugardag:
Vestan 15-23 m/s og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum á Suðausturlandi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Dregur smám saman úr vindi síðdegis, kólnar í veðri með éljagangi á Norðausturlandi.

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á landinu. Frostlaust við suður- og vesturströndina, annars vægt frost. Líkur á rigningu eða slyddu suðvestanlands um kvöldið.

Á mánudag:
Hægt vaxandi sunnanátt, þykknar upp með dálítilli vætu og hlýnar. Áfram hægur vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulaust að kalla og vægt frost.

Á þriðjudag:
Sunnan 8-13 með rigningu og súld. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Stíf suðaustlæg og síðar breytileg átt með rigningu, einkum um landið sunnanvert. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Líkur á hvassri vestan- og norðvestanátt með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.