Bíó og sjónvarp

Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Guðberg Bergsson.
Myndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Guðberg Bergsson. Sena

Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. Myndin vann til verðlauna í flokknum „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film”.

Í tilkynningu frá Senu segir að myndin byggi á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hafi verið á fjölda tungumála.

„Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu.

Svanurinn er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu í fullri lengd en hún lauk kvikmyndanámi frá Columbia háskólanum í New York árið 2013 og hafa stuttmyndir hennar vakið athygli og ferðast víða á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Ása Helga Hjörleifsdóttir. sena

Framleiðendur eru Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir  hjá Vintage Pictures en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni.

Sem endranær vakti frammistaða Grímu Valsdóttur sérsaka athygli, en hún leikur aðalhlutverkið, hina 9 ára gömlu Sól,“ segir í tilkynningunni.

Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.