Bílar

Honda Civic Type R bíll ársins hjá TopGear Magazine

Finnur Thorlacius skrifar
Honda Civic Type R er skruggukerra.
Honda Civic Type R er skruggukerra.

Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit.

Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine.

Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.