Innlent

Áfram í farbanni vegna tungubits

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglumenn um allt land eru meðvitaðir um leitina að mönnunum. Myndin tengist fréttinni ekki bent.
Lögreglumenn um allt land eru meðvitaðir um leitina að mönnunum. Myndin tengist fréttinni ekki bent. Vísir/Ernir
Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins.

Líkamsárásin átti sér stað í síðata mánuði í Reykjavík. Lögregla var kölluð á vettvang og voru mikil læti á staðnum þegar hana bar að garði.

Í greinargerð lögreglu segir að konan hafi reiðst þegar eiginmaður hennar hafi verið að gera sér dælt við aðra konu á staðnum. Hafi þau í kjölfarið farið að rífast. Við yfirheyrslu sagði konan að eiginmaðurinn hefði verið mikið í andlitinu á sér.

Kvaðst hún hafa bitið hann óvart en „kvaðst svo ekki hafa skilið þann styrk sem hún hafi í tönnunum þegar hún hafi birtið í tunguna á honum,“ að því er segir í skýrslunni.

Alls þurfti að sauma 30 spor til þess að festa tunguhlutann sem bitinn var af aftur á. Sú aðgerð virðist hins vegar ekki hafa skilað tilætluðum árangri og er tunguhlutinn ónýtur.

Konan er áströlsk en maðurinn franskur ríkisborgari.


Tengdar fréttir

Beit tunguna úr manni sínum

Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×