Golf

Japanir unnu á heimavelli

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía Þórunn hefur lokið keppni á Queens mótinu.
Ólafía Þórunn hefur lokið keppni á Queens mótinu. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lið hennar í úrvalsliði Evrópu enduðu í fjórða sæti á Queens mótinu í Japan. Það voru Japanir sem fóru með sigur af hólmi á mótinu en þær unnu Suður-Kóreu í úrslitunum.

Ólafía Þórunn og liðsfélagar hennar í Evrópska úrvalinu léku um 3.sæti mótsins en þar mættu þær Ástralíu en þar lútu þær í lagra hald 5-3. Leikið var í fjórmenning þar sem Ólafía spilaði með þeirri ensku, Annabel Dimmock en þær gerðu jafntefli í sínum leik við Hannah Green og Whitney Hillier.

Ólafía og Annabel voru með yfirhöndina nánast allan leikinn þar til undir lokin þegar þær áströlsku náðu að jafna á 15.holu og eftir það spiluðu liðin á jafn mörgum höggum.
Hér fyrir neðan má sjá högg hjá Ólafíu í nótt.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn tapaði í morgun

Kylfingarnir Birgir Leifur og Ólafía eru bæði í eldlínunni um helgina á sitthvoru mótinu en Vísir mun greina frá gengi þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.