Viðskipti innlent

Sala nýrra fólksbíla orðin meiri en fyrir hrun

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Bílasala er nú orðin meira en þegar mest lét fyrir hrun.
Bílasala er nú orðin meira en þegar mest lét fyrir hrun. Vísir/GVA
Fleiri en tuttugu þúsund fólksbílar hafa verið nýskráðir á Íslandi það sem af er þessu ári og er það meira en þegar mest lét fyrir bankahrun. Um helmingur nýskráninganna er á bílaleigubílum.  Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir verð á nýjum bílum hagstætt kaupendum um þessar mundir.

Mikil samkeppni er nú sögð ríkja á milli bílasala um kaupendur. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að lækkað verð á nýjum bílum skýri að hluta hvers mikil salan hefur verið á árin.

Verð á notuðum bílum hafi einnig farið lækkandi. Eftir hrunið 2008 segir Özur að gat hafi myndast í bílamarkaðinn á Íslandi. Meðalaldur bíla hafi orðið mjög hár, allt upp í tólf ár. Haldi aukning í sölu nýrra bíla áfram gæti það haft áhrif á markaðinn með notaða bíla.

„Notaði markaðurinn er yfirleitt aðeins seinni heldur en nýir bílar að lækka í verði en það er komið núna. Verðmyndunin á bílum er komin þangað sem gerðist í upphafi árs á nýjum bílum, það er að segja, notaðir bílar hafa lækkað,“ segir Özur.

Hann gerir ráð fyrir að ástandið á markaðnum verði svipað á næsta ári. Sala til einstaklinga eigi enn töluvert inni vegna þess hversu hátt hlutfall nýskráðra bíla séu á vegum bílaleigna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×