Viðskipti innlent

Nýir eigendur segja framtíð ÍNN óráðna

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sigmundur Ernir segir að fari ÍNN aftur í loftið verði það með öðru sniði en áður.
Sigmundur Ernir segir að fari ÍNN aftur í loftið verði það með öðru sniði en áður. Vísir/Anton
Sjónvarpsstöðin Hringbraut keypti á dögunum þrotabú sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN sem úrskurðuð var gjaldþrota um miðjan síðasta mánuð. Þetta staðfestir Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrár- og þróunarstjóri sjónvarps hjá Hringbraut. Framtíð ÍNN og hvort stöðin fari í loftið á ný ráðist á næstunni.

„Við höfum allt opið í þeim efnum. Fyrst og fremst ætlum við að huga að Hringbraut næstu misseri, efla dreifikerfið og það sakar ekki að vera komin með þessa rás sem ÍNN var með.“

ÍNN var ein þeirra eigna sem Frjáls fjölmiðlun keypti út úr Pressunni á dögunum en stöðin var úrskurðuð gjaldþrota 15. nóvember síðastliðinn. Útsendingar hafa legið niðri um hríð.

„ÍNN í þeirri mynd sem hún var í verður ekki rekin undir okkar hatti,“ segir Sigmundur Ernir. Aðspurður hvort það þýði að stofnandinn Ingvi Hrafn Jónsson sé ekki væntanlegur aftur á skjáinn segir hann:

„Ég á bágt með að trúa því.“ 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×