Golf

Fowler fór á kostum á lokahringnum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tiger Woods og Ricke Fowler.
Tiger Woods og Ricke Fowler. vísir/getty

Rickie Fowler bar sigur úr býtum á Hero World Challenge-mótinu í golfi sem lauk á Bahamaeyjum í gærkvöldi en hann fór hreinlega á kostum á lokahringnum.

Fowler spilaði síðustu 18 holurnar á ellefu höggum undir pari og lauk leik á 18 höggum undir pari. Algjörlega frábært golf.

Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari en Tommy Fleetwood og Jordan Spieth deildu þriðja til fjórða sætinu á tólf höggum undir pari.

Tiger Woods má vera sáttur með endurkomu sína en hann spilaði lokahringinn á fjórum höggum undir pari og endaði í níunda sæti af 18 keppendum.

Tiger var að spila á sínu fyrsta móti í tæpt ár en hann hefur glímt við erfið bakmeiðsli um langa hríð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.