Erlent

Trump lýsir yfir stuðningi við Moore

Atli Ísleifsson skrifar
Repúblikaninn Roy Moore mælist með um þremur prósentum meira fylgi en Demókratinn Doug Jones.
Repúblikaninn Roy Moore mælist með um þremur prósentum meira fylgi en Demókratinn Doug Jones. Vísir/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama.

Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri.

Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára.

Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins.

Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings.

Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones.


Tengdar fréttir

Slíta tengsl sín við Moore

Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×