Viðskipti innlent

Fagna áherslum nýs stjórnarsáttmála

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Formennirnir þrír kynna stjórnarsáttmálann.
Formennirnir þrír kynna stjórnarsáttmálann. vísir/eyþór
Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins hefur lýst mikilli ánægju með áform nýrrar ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eins og þau birtast í nýjum stjórnarsáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu samtakanna.

Ráðið tekur sérstaklega vel í eftirfarandi fullyrðingu sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum: „Nýsköpun og hvers konar hagnýting hugvits er mikilvæg forsenda fjölbreytts atvinnulífs, sterkrar samkeppnisstöðu, hagvaxtar og velferðar þjóða, ekki síst í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga sem vænta má í atvinnu- og menntamálum vegna örra tæknibreytinga.“

Hlutverk Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins er að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki þar sem markmiðið er að efla samkeppnishæfni hugverka- og tæknifyrirtækja á Íslandi. Í ráðinu eiga mörg stærstu tækni- og hugverkafyrirtæki landsins fulltrúa, meðal þeirra eru CCP, Marel, Alvogen, Nox Medical og Advania.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×