Innlent

Frostið ekki á förum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það má áfram gera ráð fyrir frosti á Þingvöllum, sem og annars staðar á landinu.
Það má áfram gera ráð fyrir frosti á Þingvöllum, sem og annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegri norðaustanátt í dag með éljum norðan- og austantil á landinu. Þá verður snjókoma eða él víða um land í kvöld og nótt og að jafnframt muni herða á norðaustanáttinni.

Auk vindhraða upp á 10 til 18 m/s má einnig gera ráð fyrir éljagangi á morgun en að það verði úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi. Frostið verður yfirleitt á bilinu 0 til 8 stig í dag og á morgun.

Þá er búist við hægum vindi á föstudag, það verði einnig kalt og léttskýjað. Austast á landinu er þó spáð norðvestan strekkingi og él.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða él, en úrkomulítið SV-lands eftir hádegi. Frost 1 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Norðan 13-20 m/s SA-lands og við A-ströndina, annars talsvert hægari vindur. Él á NA- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Kalt í veðri.

Á föstudag:
Hægur vindur og víða léttskýjað, en norðvestan strekkingur og él austast. Talsvert frost.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, þykknar upp og dregur úr frosti S- og V-lands, en bjartviðri og talsvert frost á N- og A-landi.

Á sunnudag:
Austlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum á S- og V-landi, annars þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en frostlaust við SV-ströndina.

Á mánudag:
Austlæg átt, úrkomulítið og frost um mest allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.