Erlent

Handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta Katalóna dregin til baka

Kjartan Kjartansson skrifar
Carles Puigdemont flúði til Brussel og var alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur honum.
Carles Puigdemont flúði til Brussel og var alþjóðleg handtökuskipun gefin út á hendur honum. Vísir/AFP
Spænskur dómari hefur dregið til baka alþjóðlega handtökuskipan á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, og fjórum öðrum ráðherrum. Þeir flúðu til Belgíu eftir að héraðsstjórnin lýsti yfir sjálfstæði héraðsins.

Pugidemont og ráðherrarnir gætu enn átt yfir höfði sér ákærur fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu. Allt að þrjátíu ára fangelsisvist liggur við uppreisn samkvæmt spænskum lögum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Dómarinn vísaði til þess að fimmmenningarnir hefðu lýst yfir vilja til að snúa aftur til Spánar fyrir héraðsþingskosningar sem fara fram 21. desember.  Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, boðaði til kosninganna eftir að ríkisstjórn hann leysti héraðsstjórn Katalóníu upp.

Sex ráðherrum katalónsku héraðsstjórnarinnar var sleppt úr fangelsi nærri Madrid gegn tryggingargjaldi í gær. Tveir aðrir, þar á meðal varaforseti héraðsstjórnarinnar, eru enn í varðhaldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×