Körfubolti

Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari með KR og Snæfelli í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er að gera frábæra hluti á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild.

Hildur tók við Breiðabliki á síðustu leiktíð og kom liðinu upp um deild. Það er búið að koma verulega á óvart með því að vinna sex leiki af ellefu og vinna sigra gegn öllum stórliðum deildarinnar.

Eitt umræðuefna framlengingarinnar í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gærkvöldi var hvort hún væri ekki einfaldlega þjálfari ársins á þessum tímapunkti, þvert á bæði karla- og kvennadeildina.

Jón Halldór Eðvaldsson tók undir að hún væri að gera frábæra hluti en benti nú á að Darri Atlason, þjálfari Vals, væri á toppnum í Domino´s-deild kvenna sem er eitthvað sem engan óraði fyrir.

„Breiðablik er að gera eitthvað sem að enginn átti von á, ekki einu sinni þær sjálfar. Hildur er að gera eitthvað sem er frábært,“ sagði Jón Halldór.

„Það er samt allt í lagi að nefna annan þjálfara og það er Darri sem er að þjálfa Val. Hann er búinn að ná mjög góðum árangri með þetta Valslið og miklu betri árangri heldur en Valur hefur verið að ná undanfarin ár,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Alla framlenginguna má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×