Enski boltinn

Sunnudagur eru alltaf til sælu hjá Mourinho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho elskar sunnudaga.
José Mourinho elskar sunnudaga. Vísir/Getty

Manchester United tekur á móti Manchester City í stórleik í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn en United þarf sárlega á sigri að halda gegn samborgurum sínum.

City er nú þegar komið með átta stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar eftir þrettán sigra í röð en United er í öðru sæti og getur minnkað bilið á toppnum í fimm stig með sigri.

Til allrar hamingju fyrir United er leikurinn á Old Trafford og ekki nóg með það þá er leikurinn á sunnudaginn. Það boðar gott fyrir United-menn því José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, hefur aldrei tapað sunnudagsleik í ensku úrvalsdeildinni. Sky greinir frá.

Í heildina hefur Mourinho stýrt Chelsea og United í 34 leikjum á sunnudegi og unnið 22 þeirra og ellefu sinnum gert jafntefli. Liðin hans hafa skorað 57 mörk á sunnudögum en aðeins fengið á sig 17.

Mourinho mætti Manchester City þrisvar sinnum á sunnudegi sem stjóri Chelsea og vann tvo þeirra og gerði eitt jafntefli árin 2004, 2006 og 2003.

Aldrei hefur neitt lið skorað fleiri mörk en tvö á sunnudegi gegn liðum Mourinho en síðasta liðið til að skora tvö sunnudagsmörk á Mourinho var Birmingham árið 2007.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.