Viðskipti innlent

Flugfreyjufélagið og WOW air ná samkomulagi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Vél WOW air.
Vél WOW air. vísir/vilhelm

Flugfreyjufélag Íslands og WOW air skrifuðu í morgun undir kjarasamning sem gildir til loka nóvember ársins 2019. Þetta staðfesti Orri Þrastarson, varaformaður félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. RÚV greindi frá fyrr í dag.

Orri kveðst ánægður með að samkomulag hafi náðst en samningar höfðu verið lausir frá því í september í fyrra. Talað hafði verið um fyrirhugaða stofnun nýs stéttarfélags flugliða í nóvember síðastliðnum.

Ekki fengust útlistuð efnisatriði samningsins en Orri segir að kynna þurfi samninginn fyrir félagsmönnum áður en slíkt er gert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
4,57
13
228.250
LEQ
4,04
1
58.152
REITIR
2,58
13
285.394
EIK
1,77
16
166.821
HEIMA
1,69
20
90.336

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,49
5
55.693
ARION
-1,3
7
24.995
ORIGO
-1,16
3
8.540
SYN
-1,1
4
79.300
EIM
-1,04
1
11.900
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.