Menning

Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna

Atli Ísleifsson skrifar
Tilnefningar voru kynntar á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag.
Tilnefningar voru kynntar á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fjöruverðlaunin
Alls eru níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna í ár. Tilnefningar voru kynntar á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Þrjár bækur voru tilnefndar í hverjum hinna þriggja flokka.

„Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Slitförin eftir Fríðu Ísberg

Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur

Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur

Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Dómnefnd skipuðu Helga Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir og Þórunn Blöndal.

Barna- og unglingabókmenntir

Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur

Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur

Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Sigrún Birna Björnsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×