Viðskipti innlent

Guðjón Rúnarsson til Atlantik Legal Services

Hörður Ægisson skrifar
Guðjón Rúnarsson var framkvæmdastjóri SFF og forvera þeirra á árunum 2000 til 2016.
Guðjón Rúnarsson var framkvæmdastjóri SFF og forvera þeirra á árunum 2000 til 2016.

Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), hefur tekið til starfa hjá lögmannsstofunni Atlantik Legal Services.

Guðjón, sem er lögfræðingur að mennt, var framkvæmdastjóri SFF og forvera þeirra allt frá árinu 2000 en lét þar af störfum í september í fyrra. Hann var skipaður formaður fimm manna nefndar síðastliðið sumar sem hafði það hlutverk að fara yfir niðurstöður starfshóps um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Átti nefndin að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að gera breytingar á núverandi skipan mála og skila tillögum til fjármála- og efnahagsráðherra.

Lögmannsstofan Atlantik hagnaðist um tæplega 33 milljónir á árinu 2016 og námu tekjur félagsins samtals 194 milljónum. Á meðal starfsmanna stofunnar eru lögmennirnir Benedikt Einarsson, Eiríkur Elís Þorláksson og Bogi Guðmundsson.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.