Viðskipti innlent

Einn stærsti hluthafi HB Granda kaupir í Kviku banka

Hörður Ægisson skrifar
Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut.
Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Vísir/GVA

Eiríkur Vignisson, framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, hefur eignast tæplega 1,4 prósenta hlut í Kviku banka. Eftir kaupin er Eiríkur fjórtándi stærsti hluthafi bankans en eignarhlutur hans er í gegnum safnreikning hjá Virðingu.

Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, er á meðal stærstu hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda með 4,46 prósenta eignarhlut. Hagnaður VGJ í fyrra var rúmlega 144 milljónir og nam eigið fé þess um 4,7 milljörðum króna.

Eiríkur keypti hlutinn í Kviku af Robert Raich, kanadískum fjárfesti og lögfræðingi, en hann hefur selt öll bréf sín í bankanum. Félag Roberts, MP Canada Iceland Ventures Inc., átti fyrir söluna 2,42 prósenta hlut í Kviku en hann var í hópi fjárfesta, sem var leiddur af Skúla Mogensen, sem stóðu að hlutfjáraukningu MP banka árið 2011. MP banki sameinaðist fjórum árum síðar Straumi fjárfestingabanka undir nafni Kviku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6,3 krónur á hlut. Því má áætla að félag Roberts hafi fengið samtals um 215 milljónir fyrir hlut sinn í bankanum.

Eiríkur Vignisson er á meðal stærstu hluthafa HB Granda í gegnum Eignarhaldsfélagið VGJ.

Gríðarmikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku á síðustu mánuðum og misserum. Meðal nýrra hluthafa í bankanum eru Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingaverktaki, hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Johan Rönning, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi, Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, og Lífsverk lífeyrissjóður. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.