Erlent

Hariri hættir við að hætta

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons.
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons. Nordicphotos/AFP
Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær.

Hariri tilkynnti upphaflega um afsögn í ávarpi í Sádi-Arabíu í nóvember. Við heimkomuna til Líbanons fékk Michel Aoun, forseti Hariri, þó til að fresta afsögninni og nú, tveimur vikum seinna, er hún afturkölluð.

Deildar meiningar voru um afsagnarávarp Hariri. Sögðu heimildarmenn stærstu fjölmiðla Vesturlanda líklegt að Sádi-Arabar hefðu þrýst mjög svo á afsögnina og síðan haldið honum nauðugum þar í landi. Undir það tóku Hezbollah-samtökin en Hariri og Sádi-Arabar höfnuðu þessu.

Hariri sagði í gær að ástæða afturköllunarinnar væri sú að allir ríkisstjórnarflokkarnir, meðal annars Hezbollah, hefðu samþykkt að hætta afskiptum af átökum innan annarra arabaríkja, til að mynda borgarastyrjöldunum í Sýrlandi og Jemen.

Hezbollah-samtökin hafa verið sökuð um stuðning við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og uppreisnarmenn í Jemen og þykja á bandi íranskra yfirvalda.

Hariri-vængur ríkisstjórnarinnar þykir hins vegar hliðhollur Sádi-Aröbum en þeir eiga í nokkurs konar köldu stríði við Írana. 


Tengdar fréttir

Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið

Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons.

Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba

Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu.

Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba

Sádi-Arabar segja Íransstjórn nánast lýsa yfir stríði með stuðningi sínum við uppreisnarmenn í Jemen og Líbanon. Afsögn forsætisráðherra Líbanons talin afleiðing þrýstings frá Sádi-Aröbum. Atburðir síðustu daga þykja líklegir

Forsætisráðherrann fær ekki að segja af sér

Forsætisráðherra Líbanons hefur loks afhent afsagnarbréf sitt. Rúmar tvær vikur eru síðan hann tilkynnti um afsögn en Sádi-Arabar eru sagðir hafa neytt hann til að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×