Innlent

Kortleggja heppni og hjátrú hér á landi með stórri rannsókn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Margir Íslendingar trúa á áhrif talnanna 7, 9 og 13 og þylja þær upp á meðan bankað er í við.
Margir Íslendingar trúa á áhrif talnanna 7, 9 og 13 og þylja þær upp á meðan bankað er í við. Vísir/Valli
Nú stendur yfir stærsta heppnisrannsókn sem gerð hefur verið hér á landi. Það eru Félagsvísindastofnun og Happdrætti Háskóla Íslands sem standa að baki þessari áhugaverðu rannsókn. Markmiðið er meðal annars að kanna hug Íslendinga til heppni og hjátrúar, hvaða hlutverk þær leika hjá þjóðinni.

Í rannsókninni verður skoðað hvort hægt sé að tengja heppni við stjórnmálaskoðanir, menntun, tekjur, fjölskyldumynstur, búsetu eða háralit. Einnig verður skoðað hvort Íslendingar telji sig almennt heppna eða hjátrúarfulla og fleira en svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í öðrum löndum.

Verður rannsakað hvort heppni tengist lífsviðhorfi og sálarástandi þjóðarinnar hverju sinni, hvort sem er í efnahagsmálum í góðæri eins og nú ríkir eða þegar illa árar, þegar landsliðunum í knattspyrnu gengur vel á stórmótum eða hverju öðru sem hefur áhrif. Því verður leitast við að búa til grunn sem hægt er að nota til samanburðarrannsókna síðar. 

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Sigrún Helga Lund, doktor í tölfræði, og Stefán Pálsson sagnfræðingur leiða rannsóknina og má vænta niðurstaðna um miðjan desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×