Erlent

Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íslendingur sem nú dvelur í Los Angeles sendi frétttastofu þessa mynd nú í morgun.
Íslendingur sem nú dvelur í Los Angeles sendi frétttastofu þessa mynd nú í morgun. Aðsend
Hundruð heimila brunnu til ösku í Venturaborg í Kalíforníu í gær þegar skógareldar fóru þar hratt yfir. Samspil mikilli þurrka á svæðinu og Santa Ana vindsins, sem þar er staðbundinn á þessum árstíma, varð til þess að svo fór sem fór.

Þúsundir íbúa hafa þurft að forða sér frá logunum en eldurinn kviknaði á mánudagskvöldið í hæðunum fyrir ofan bæinn, sem er í um sjötíu kílómetra norðvestan af Los Angeles.

Jerry Brown ríkisstjóri hefur lýst yfir neyðarástandi vegna eldanna og rúmlega þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við að slökkva í þeim og koma í veg fyrir að hús verði þeim að bráð.

Enginn hefur látið lífið í hamförunum fyrir utan einn sem lést í bílslysi þegar hann var að forða sér undan eldtungunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×