Viðskipti innlent

Nýir eigendur taka við Hreinsitækni

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Lárus Kristinn, framkvæmdastjóri Hreinsitækni, tekur hér á móti tveimur nýjum götusópum.
Lárus Kristinn, framkvæmdastjóri Hreinsitækni, tekur hér á móti tveimur nýjum götusópum. hreinsitækni

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Hreinsitækni og TFII um kaup þess síðarnefnda á meirihluta í félaginu. TFII er nýr framtakssjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa. Samkeppniseftirlitið hefur veitt samþykki sitt fyrir kaupum TFII á Hreinsitækni.

Söluferli félagsins hófst fyrr á þessu ári en fjölmargir aðilar sýndu áhuga á kaupum á félaginu. Niðurstaða fyrrgreinds ferlis var að ganga til samninga við TFII um sölu á meirihluta hlutafjár í félaginu.

Eldri hluthafar munu áfram vera í hluthafahóp og starfa með nýjum eigendum.

Deloitte fór með umsjón söluferlisins en Arctica Finance var ráðgjafi kaupandans.

Lárus Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri Hreinsitækni, kveðst ánægður með breytingarnar. „Við erum mjög ánægð með aðkomu nýs hluthafa að félaginu og hlökkum til að vinna með nýjum eigendum. Félagið hefur verið í mikilli sókn á undanförnum misserum, félagið starfar um allt land og tækjakostur félagsins er mjög öflugur. Við teljum að niðustaða söluferlisins sé jákvæð fyrir félagið, starfsfólk þess og viðskiptavini.“

Hreinsitækni var stofnað árið 1976 og býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í kringum landið heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Félagið ræður yfir stórum, öflugum og sérhæfðum tækjakosti og er leiðandi á sínu sviði. Þjónustustaðir félagsins eru yfir 40 um allt land en starfstöðvar félagsins eru í Reykjavík og á Akureyri. Seljendur félagsins munu áfram starfa með nýjum eiganda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.