Lífið

Ólafur Arnalds spilar í Íran

Benedikt Bóas skrifar
Borgin Teheran að kvöldi til. Fylgjendum Ólafs í Íran hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum, honum til mikillar gleði. Nordicphotos/Getty
Borgin Teheran að kvöldi til. Fylgjendum Ólafs í Íran hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum, honum til mikillar gleði. Nordicphotos/Getty

Mig hefur lengi dreymt um að fá að spila í Íran, aðallega vegna þess að mig langar að sjá landið og kynnast fólkinu þar,“ segir Ólafur Arnalds en hann mun spila á fimm tónleikum í Teheran og einnig í borginni Shiraz. „Það seldist upp á fyrstu tvo á minna en klukkutíma. Við bættum því þremur í viðbót og munum því spila fyrir samtals 4.000 manns í Teheran. Auk þess munum við líka spila eina tónleika í Shiraz,“ segir Ólafur sem er að fara í fyrsta skipti til landsins.

„Ég er smá kúltúr-nörd og eyði miklum tíma í að lesa um aðra menningarheima og finnst skemmtilegast að ferðast til landa þar sem fólk hefur allt aðra sýn á lífið en við. Auk þess á sagan þarna og náttúran víst að vera alveg ótrúleg.

Ég hlakka ótrúlega mikið til að spila þarna. Ég er smá stressaður með skipulagninguna enda ekki mjög margir tónleikar haldnir í landinu. Við erum að vinna með fólki sem er örlítið reynsluminna en það sem maður hefur fengið að venjast en maður tekur því bara eins og það er og ég er þakklátur fyrir þau forréttindi að fá að sjá heiminn á þennan hátt.“
Hassan Rouhani, forseta Írans, hefur verið lýst sem hófsömum leiðtoga. ?Í kosningabaráttunni lofaði hann að bæta samskiptin við Vesturlönd.

Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi hann tekið eftir því að hlutfall fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum jókst frá Íran. Það var óvenju hátt. „Ég benti bókaranum mínum á þetta og bað hann um að reyna að finna leið fyrir okkur til að komast þangað að spila. Það er búið að taka um fjögur ár núna, en tókst loks með hjálp þýska sendiráðsins, sem styrkir ferðina.“

Ólafur heldur í túr um heiminn í maí en það er fyrsti sólótúrinn í hartnær þrjú ár. Hann byrjar í maí í Belgíu og spilar víðs vegar um Evrópu áður en hann heldur til Norður-Ameríku þar sem hann spilar í Bandaríkjunum og Kanada. 

„Ég er að þróa algjörlega nýja sviðssetningu sem byggir mikið á búnaði sem ég hef hannað til að stýra sjálf­spilandi píanóum. Það verða því þrjú píanó á sviðinu, ég spila á eitt og hin fylgja mér með hjálp gervigreindar. Auk þess ferðast ég með strengjakvartett og trommara og við spilum nýtt efni í bland við eldra.“ Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.