Enski boltinn

Mourinho trúir ekki því sem Pep segir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho er hættur að trúa því sem kollegar hans segja.
Mourinho er hættur að trúa því sem kollegar hans segja. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, byrjaði sálfræðihernaðinn fyrir leikinn gegn Man. City um næstu helgi um leið og hann var kominn með sitt lið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær.

Pep Guardiola, stjóri Man. City, segir að David Silva sé tæpur fyrir borgarslaginn en Mourinho er ekki að kaupa það.

„Viljið þið sannleikann eða ekki? Sannleikurinn er sá hjá mér að Eric Bailly á engan möguleika á því að spila en Phil Jones gæti spilað. Fellaini á möguleika og Zlatan á mikinn möguleika. Matic er meiddur en min spila,“ sagði Mourinho eftir leikinn gegn Spartak í gær.

„Ég er að segja satt. Hann er meiddur en mun samt spila. Það er ekki séns samt að Carrick spili. Ég er ekki með neinar sögur um Lacazette og Silva. Ég er bara með sannleikann.“

Fyrir síðustu helgi sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, að Alexandre Lacazette myndi ekki geta spilað gegn United en hann náði undraverðum bata og spilaði allar 90 mínúturnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.