Enski boltinn

Óþekktur leikmaður Sunderland fékk batakveðjur frá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Watmore í leik með Sunderland.
Watmore í leik með Sunderland. vísir/getty

Duncan Watmore er ekki þekktasti knattspyrnumaður heims en einhverra hluta vegna fékk hann samt bréf frá Real Madrid á dögunum.

Hinn 23 ára gamli Watmore hefur verið mjög óheppinn með meiðsli. Hann var frá í tíu mánuði og var aðeins búinn að vera á ferðinni í nokkrar vikur er hann meiddist aftur illa.

Hann var frekar langt niðri en þá fékk hann óvæntan póst sem lyfti honum upp.

„Ef hann væri heimsfrægur fótboltamaður þá mætti kannski búast við svona. Þetta bréf kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Ian, faðir Duncan, en hann birti bréfið á Twitter eins og sjá má hér að neðan.Það er undirritað af goðsögninni Emilio Butragueno sem hefur starfað fyrir félagið síðan hann lauk sínum glæsilega ferli.

„Þetta er ótrúlega almennilega af þeim og hefur heldur betur lyft anda stráksins sem mun ekki spila fyrr en í fyrsta lagi í september á næsta ári,“ bætti pabbinn við.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað varð til þess að Real Madrid frétti af málinu og ákvað að senda bréfið en fallega gert af Butragueno og félögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.