Enski boltinn

Clattenburg var skíthræddur við Roy Keane

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clattenburg passar sig hér að halda hæfilegri fjarlægð frá Keane.
Clattenburg passar sig hér að halda hæfilegri fjarlægð frá Keane. vísir/getty

Fyrrum besti dómari heims, Mark Clattenburg, hefur margar góðar sögur að segja frá ferlinum og þær koma núna nær daglega.

Dómarinn fyrrverandi var í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann tjáði sig meðal annars um eftirminnilegan leik Tottenham og Chelsea. Þau ummæli gerðu allt vitlaust.

Í sama viðtali talaði hann líka um Roy Keane, fyrrum fyrirliða Man. Utd, sem Clattenburg var svo hræddur við að hann gaf Keane eitt sinn hornspyrnu.

„Ég brosi enn er ég hugsa um fyrsta leikinn sem ég dæmdi hjá Roy Keane. Hann öskraði einu sinni á mig því hann vildi fá hornspyrnu. Það var klárlega markspyrna en ég var svo hræddur við hann að ég gaf honum hornið,“ sagði Clattenburg sem hætti að dæma fyrr á árinu og tók við sem yfirmaður dómaramála í Sádi Arabíu.

Það á örugglega fleiri skemmtilegt eftir að koma úr þessu áhugaverða viðtali við dómarann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.