Enski boltinn

Stelpurnar í riðli með Evrópumeisturunum á Algarve

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sif, Hallbera og stelpurnar okkar fara þrettánda árið í röð til Algarve.
Sif, Hallbera og stelpurnar okkar fara þrettánda árið í röð til Algarve. Vísir/Tom

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Evrópumeisturum Hollands á Algarve-mótinu á næsta ári en búið er að tilkynna riðlana.

Auk Íslands og Hollands verða í riðlinum Japan og Danmörk en mótið fer fram 28. mars til 7. janúar.

Þetta er í tólfta skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu, en liðið hefur verið á meðal þáttökuþjóða þar frá því árið 2007.

Ísland fékk tvö stig af níu mögulegum á Algarve fyrr á þessu ári með jafnteflum gegn Noregi og Spáni en stelpurnar unnu svo leikinn um fimmta sætið á móti Kína, 2-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.