Viðskipti innlent

Unnur til Uniconta á Íslandi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Unnur Björnsdóttir.
Unnur Björnsdóttir. aðsend

Unnur Björnsdóttir hefur verið ráðin tæknilegur framkvæmdastjóri Uniconta á Íslandi, sem býður upp á öflugt og einfalt bókhaldskerfi í skýinu.

Unnur er með M.Sc og B.Sc gráður í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Á árunum 2004 til 2010 sinnti hún starfi verkefnastjóra á tæknisviði og gæða- og öryggisstjóra hjá Jarðborunum hf. Þar sá hún meðal annars um innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi og yfirumsjón með vottunarferli samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001 stöðlunum, ásamt rekstri kerfisins.

Árið 2010 réð hún sig til MainManager þar sem hún starfaði meðal annars sem verkefnastjóri, vörustjóri og COO. hjá MainManager ehf. Þar hafði hún meðal annars yfirumsjón með vöruþróun félagsins og gerð Roadmap og verkefnastjórnun í stærstu verkefnum félagsins  í Noregi og Danmörku.

„Það er mikill fengur fyrir okkur hjá Uniconta að fá Unni í okkar raðir. Hún er dugnaðarforkur sem lætur verkin tala og passar vel inn í þann breiða hóp af hæfileikaríku fólki sem nú þegar starfar hjá fyrirtækinu,“ segir Ingvaldur Thor Einarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Uniconta á Íslandi.

Að sögn Ingvalds eru mörg verkefni sem bíða Unnar, enda fyrirtækið, sem var stofnað í fyrra, í stöðugri þróun.

„Unnur tekur að sér fjölbreyttar áskoranir innan Uniconta á Íslandi og er mikilvægur hlekkur í áframhaldandi þróun og vexti hjá Uniconta. Við bjóðum Unni innilega velkomna í hópinn og hlökkum til að vinna frekar með þessum dýrmæta starfskrafti.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.