Handbolti

Róbert: Ekki ákveðið að ég fari á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert í landsleik gegn Makedóníu.
Róbert í landsleik gegn Makedóníu. vísir/getty

Það vakti verulega athygli í gær er Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ákvað að velja línumanninn Róbert Gunnarsson í 28 manna hópinn sinn fyrir EM í janúar.

Það er ár síðan Róbert ákvað að gefa ekki kost á sér í landsliðið fyrir HM og hann tilkynnti á sama tíma að landsliðsskórnir væru komnir í hilluna.

Þó svo Róbert sé í 28 manna hópi Geirs er langur vegur frá því að hann sé á leið á EM. Það þýðir einfaldlega að hann sé einn þeirra leikmanna sem Geir getur valið á mótið.

„Geir heyrði í mér og spurði hvort ég væri til í að vera á 28 manna listanum. Ég sagði við Geir er ég hætti fyrir ári síðan að hann mætti alveg athuga með mig í neyðartilvikum. Núna er staðan sú að hann fékk leyfi til þess að setja mig á þennan lista og ekkert meira er ákveðið,“ segir Róbert en það er ekki sjálfgefið að hann geti gefið kost á sér á EM ef Geir vildi yfir höfuð velja hann í lokahópinn.

„Staðan verður bara tekin er líða fer á mánuðinn. Ég gaf Geir leyfi til þess að setja mig á 28 manna listann og við tökum svo stöðuna síðar. Það kitlar handboltamanninn Róbert að fara á eitt mót í viðbót en það þarf þá að geta gengið upp með fjölskyldulífinu. Það er allt í skoðun og er alls ekki auðvelt.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.