Enski boltinn

Antonio Conte sektaður um 837 þúsund krónur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, lifir sig inn í leikinn á hliðarlínunni.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, lifir sig inn í leikinn á hliðarlínunni. Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað knattspyrnustjóra Englandsmeistara Chelsea fyrir framkomu sína í síðasta mánuði.

Antonio Conte var rekinn af hliðarlínunni í sigurleik Chelsea á móti Swansea í nóvembermánuði. Hann var þá að mótmæla ákvörðun dómarans Neil Swarbrick sem gaf Chelsea ekki hornspyrnu í fyrri hálfleik.

Conte fær átta þúsund punda sekt sem jafngildir 837 þúsund íslenskum krónum.  BBC segir frá.

Hinn 48 ára gamli Conte baðst afsökunar eftir leikinn sem Chelsea vann 1-0.

„Ég gerði mistök. Ég þjáist með leikmönnum mínum. Það er synd,“ sagði Antonio Conte eftir leikinn.

Chelsea liðið er eins og er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar ellefu stigum á eftir toppliði Manchester City.

Það voru ekki bara slæmar fréttir hjá Conte í dag því hann var einnig tilnefndur sem besti knattspyrnustjóri nóvembermánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×