Enski boltinn

Antonio Conte sektaður um 837 þúsund krónur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, lifir sig inn í leikinn á hliðarlínunni.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, lifir sig inn í leikinn á hliðarlínunni. Vísir/Getty

Enska knattspyrnusambandið hefur sektað knattspyrnustjóra Englandsmeistara Chelsea fyrir framkomu sína í síðasta mánuði.

Antonio Conte var rekinn af hliðarlínunni í sigurleik Chelsea á móti Swansea í nóvembermánuði. Hann var þá að mótmæla ákvörðun dómarans Neil Swarbrick sem gaf Chelsea ekki hornspyrnu í fyrri hálfleik.

Conte fær átta þúsund punda sekt sem jafngildir 837 þúsund íslenskum krónum.  BBC segir frá.

Hinn 48 ára gamli Conte baðst afsökunar eftir leikinn sem Chelsea vann 1-0.

„Ég gerði mistök. Ég þjáist með leikmönnum mínum. Það er synd,“ sagði Antonio Conte eftir leikinn.

Chelsea liðið er eins og er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar ellefu stigum á eftir toppliði Manchester City.

Það voru ekki bara slæmar fréttir hjá Conte í dag því hann var einnig tilnefndur sem besti knattspyrnustjóri nóvembermánaðar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.