Enski boltinn

Sláin, stöngin, sláin inn markið hjá Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér skora markið sitt á móti Southampton.
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér skora markið sitt á móti Southampton. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn með Everton í ensku úrvalsdeildinni með frábæru marki á móti Southampton.

Markið hans kom eftir stórkostlegt skot Gylfa fyrir utan teig sem var hnitmaðað upp í bláhornið en endaði reyndar á því að fara tvisvar í slána og einu sinni í stöngina áður en það fór yfir marklínuna.

Markið hans Gylfa er eitt af átta mörkum sem koma til greina sem besta mark nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi keppir þar meðal annars við leikmenn eins og þá Mo Salah, Kevin De Bruyne og Wayne Rooney í kosningunni. Hann myndi því örugglega þiggja nokkur atkvæði frá Íslandi.

Þeir sem vilja hjálpa Gylfa að vinna þessa kosningu geta farið inn og kostið. Tengillinn á kosninguna er hér en þar er líka hægt að sjá þessi átta mörk.



Mörkin sem eru tilnefnd sem besta mark nóvember í ensku úrvalsdeildinni:

1. Rajiv Van La Parra (Huddersfield á móti West Brom)

2. Kevin De Bruyne (Manchester City á móti Leicester)

3. Mo Salah (Liverpool á móti Southampton)

4. Gylfi Þór Sigurðsson (Everton á móti Southampton)

5. Ashley Young (Manchester United á móti Watford)

6. Jesse Lingard (Manchester United á móti Watford)

7. Jamie Vardy (Leicester á móti Tottenham)

8. Wayne Rooney (Everton á móti West Ham)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×