Enski boltinn

Sláin, stöngin, sláin inn markið hjá Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér skora markið sitt á móti Southampton.
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér skora markið sitt á móti Southampton. Vísir/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn með Everton í ensku úrvalsdeildinni með frábæru marki á móti Southampton.

Markið hans kom eftir stórkostlegt skot Gylfa fyrir utan teig sem var hnitmaðað upp í bláhornið en endaði reyndar á því að fara tvisvar í slána og einu sinni í stöngina áður en það fór yfir marklínuna.

Markið hans Gylfa er eitt af átta mörkum sem koma til greina sem besta mark nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi keppir þar meðal annars við leikmenn eins og þá Mo Salah, Kevin De Bruyne og Wayne Rooney í kosningunni. Hann myndi því örugglega þiggja nokkur atkvæði frá Íslandi.

Þeir sem vilja hjálpa Gylfa að vinna þessa kosningu geta farið inn og kostið. Tengillinn á kosninguna er hér en þar er líka hægt að sjá þessi átta mörk.


Mörkin sem eru tilnefnd sem besta mark nóvember í ensku úrvalsdeildinni:
1. Rajiv Van La Parra (Huddersfield á móti West Brom)
2. Kevin De Bruyne (Manchester City á móti Leicester)
3. Mo Salah (Liverpool á móti Southampton)
4. Gylfi Þór Sigurðsson (Everton á móti Southampton)
5. Ashley Young (Manchester United á móti Watford)
6. Jesse Lingard (Manchester United á móti Watford)
7. Jamie Vardy (Leicester á móti Tottenham)
8. Wayne Rooney (Everton á móti West Ham)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.