Sport

Það vildi enginn að transkonan myndi vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hubbard tekur á því á heimsmeistaramótinu.
Hubbard tekur á því á heimsmeistaramótinu. vísir/epa
Sögulegur atburður átti sér stað á heimsmeistaramótinu í lyftingum í gær er transkona vann til verðlauna. Hún varð um leið fyrsta transkonan til þess að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti í ólympíuíþrótt.

Sú heitir Laurel Hubbard og kemur frá Nýja-Sjálandi. Hún er 39 ára og hét áður Gavin Hubbard og keppti sem karl í lyftingum. Ekki er vitað hvort hún ætli sér að taka þátt í næstu Ólympíuleikum þó svo hún megi það samkvæmt reglunum.

Sigurvegari heimsmeistaramótins var hin bandaríska Sarah Robles og hún varð um leið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í íþróttinni síðan 1994. Litlu munaði á henni og Hubbard sem fékk silfur.

Eftir mótið vildi Hubbard ekki gefa nein viðtöl en þjálfari Robles fór ekki leynt með andúð sína á henni.

„Hún hélt sér í burtu því hún líklega skammaðist sín. Þegar Sarah vann hana þá komu allir þjálfararnir að fagna með mér því það vildi enginn að Hubbard myndi vinna,“ sagði þjálfarinn Tim Swords.

Robles fagnar heimsmeistaratitlinum og Hubbard er augljóslega ánægð með silfrið sitt.vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×