Fótbolti

Heimir fékk yfirburðarkosningu sem besti þjálfari Norðurlanda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er besti þjálfari Norðurlanda að mati Twitter-síðunnar Nordisk Football‏.

Heimir fékk yfirburðarkosningu eða 75 prósent atkvæða í boði. Næstur var Norður-Írinn Graham Potter sem hefur verið að gera frábæra hluti með sænska liðið Östersunds FK.

Potter tók við Östersund 2011 og hefur farið með liðið úr fjórðu deild upp í úrsvalsdeildina og alla leið í Evrópudeildina.

Potter átti hinsvegar litla mögulega á móti Heimi í þessari kosningu og sautján prósentin hans dugðu skammt.



Heimir Hallgrímsson hefur skrifað nýjan kafla í 88 ára sögu heimsmeistarakeppninnar í fótbolta með því að koma íslenska landsliðinu á HM í fyrsta sinn.

Ísland er langfámennasta þjóðin sem hefur unnið sér sæti í úrslitakeppni HM og sú eina sem nær ekki einni milljón.

Miklar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland urðu fyrir neðan íslenska liðið í riðlinum en Króatar komust síðan á HM í gegnum umspilið. Ísland er á HM en ekki þjóðir eins og Ítalía og Holland.

Íslenska liðið lenti í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu og fyrsti leikur liðsins á HM verður á móti Argentínu 16. júní 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×