Handbolti

Strákarnir hans Arons náðu ekki að stoppa toppliðið í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu.
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu. vísir/anton

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern náðu tveggja stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sigur í Íslendingaslag í kvöld.

Skjern vann þá tveggja marka heimasigur á AaB Håndbold, 31-29, en þetta var sjötti deildarsigur Skjern-liðsins í röð.

Lærisveingar Arons Kristjánssonar í AaB Håndbold voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð og áttu möguleika að komast tveimur stigum á eftir toppliðinu með sigri í kvöld.

Skjern er nú með tveimur stigum meira en GOG eftir þrettán leiki.

Íslensku strákarnir í liðunum náðu ekki að skora í kvöld. Tandri Már Konráðsson skaut aldrei á markið en var einu sinni rekinn útaf í tvær mínútur.

Janus Daði Smárason klikkaði á báðum skotunum sínum en hann átti tvær stoðsendingar.

Anders Eggert hjá Skjern var markahæsti maður vallarins með sjö mörk en þau komu öll af vítalínunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.