Handbolti

Strákarnir hans Arons náðu ekki að stoppa toppliðið í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu.
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern náðu tveggja stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sigur í Íslendingaslag í kvöld.

Skjern vann þá tveggja marka heimasigur á AaB Håndbold, 31-29, en þetta var sjötti deildarsigur Skjern-liðsins í röð.

Lærisveingar Arons Kristjánssonar í AaB Håndbold voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð og áttu möguleika að komast tveimur stigum á eftir toppliðinu með sigri í kvöld.

Skjern er nú með tveimur stigum meira en GOG eftir þrettán leiki.

Íslensku strákarnir í liðunum náðu ekki að skora í kvöld. Tandri Már Konráðsson skaut aldrei á markið en var einu sinni rekinn útaf í tvær mínútur.

Janus Daði Smárason klikkaði á báðum skotunum sínum en hann átti tvær stoðsendingar.

Anders Eggert hjá Skjern var markahæsti maður vallarins með sjö mörk en þau komu öll af vítalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×