Fótbolti

Þriðja súperbyrjunin hjá Liverpool í Meistaradeildinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna marki í kvöld. Vísir/Getty

Liverpool komst í 3-0 á fyrstu 18 mínútunum á móti Spartak Moskvu á Anfield í kvöld en þetta lokaleikur liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en þarf annars betri úrslit en Sevilla til að gulltryggja sæti sitt í sextán liða úrslitunum.

Þetta er þriðja skiptið sem Liverpool nær svona súperbyrjun í Meistardeildinni á þessu tímabili.Philippe Coutinho (2 mörk) og Roberto Firmino (1 mark) komu Liverpool í 3-0 á fyrstu 17 mínútunum og 59 sekúndunum á Anfield í kvöld.

Roberto Firmino, Philippe Coutinho og Mohamed Salah komu Liverpool í 3-0 á fyrstu 18 mínútunum og 55 sekúndunum á móti Maribor í Slóveníu en Liverpool vann leikinn á endanum 7-0.

Roberto Firmino (2 mörk) og Sadio Mané komu Liverpool í 3-0 á fyrstu 29 mínútunum og 29 sekúndunum á móti Sevilla á Spáni en Liverpool missti þann leik niður í 3-3 jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.