Fótbolti

Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá leikmönnum Liverpool í kvöld.
Það var gaman hjá leikmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty

Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár.

Manchester City tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu þegar liðið lá 2-1 á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en það breytti því þó ekki að lærisveinar Pep Guardiola unnu sinn riðil.

Tottenham vann líka sinn riðil en hálfgert varalið átti ekki í miklum vandræðum með Apoel frá Kýpur á Wembley í kvöld.

Shakhtar Donetsk tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á kostnað Napoli sem þarf að fara í Evrópudeildina. Napoli klúðraði sínum málum með því að tapa á móti Feyenoord þannig að Úkraínumennirnir hefðu alltaf farið áfram þótt þeir hefðu ekki unnið Manchester City.

Liverpool skoraði sjö mörk í stórsigri á Spartak Moskvu á Anfield en þrjú markanna komu á fyrstu nítján mínútum leiksins. Sevilla fylgir Liverpool í sextán liða úrslitin.

Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu.

Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og alla markaskorara úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni en þetta voru síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.

Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:

E-riðill:

Maribor - Sevilla    1-1
1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)

Liverpool - Spartak Moskva    7-0
1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.

F-riðill:

Feyenoord - Napoli    2-1
0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).

Shakhtar Donetsk - Manchester City    2-1
1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.

G-riðill:

Leipzig - Besiktas    1-2
0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)

Porto - Monaco    5-2
1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.

H-riðill:

Real Madrid - Dortmund    3-2
1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)

Tottenham - APOEL    3-0
1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: DortmundAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.