Erlent

Tíu mótmælendur handteknir í Helsinki

Atli Ísleifsson skrifar
Hópur um þrjú hundruð finnskra, sænskra og norskra nýnasista gengu kröfugöngu undir merkjum Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar í miðborg Helsinki.
Hópur um þrjú hundruð finnskra, sænskra og norskra nýnasista gengu kröfugöngu undir merkjum Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar í miðborg Helsinki. Vísir/afp

Lögregla í finnsku höfuðborginni Helsinki handtók í dag tíu manns í mótmælaaðgerðum ólíkra hópa sama dag og haldið var upp á hundrað ára sjálfstæðisafmæli Finnlands. YLE segir frá.

Talsmaður lögreglunnar í Helsinki segir að þrátt fyrir handtökur og mótmæli hafi hátíðarhöld í tilefni af aldarafmælinu að stærstum hluta farið vel fram.

Upplýsingafulltrúi lögreglunnar, Juha Hakola, segir að nokkrir hinna handteknu hafi borið vopn og tól sem kynnu að valda öðrum skaða.

Hópur um þrjú hundruð finnskra, sænskra og norskra nýnasista gengu kröfugöngu undir merkjum Norrænu andspyrnuhreyfingarinnar í miðborg Helsinki, en annar hópur stóð fyrir mótmælum gegn nasisma í hverfinu Hakaniemi.

Lögregla vill ekki gefa upp hvort að hinir handteknu hafi verið úr hópi nýnasista eða andstæðinga þeirra.

Hátíðarhöldin fóru annars vel fram og náðu hápunkti þegar mikil flugeldasýning fór fram á Markaðstorginu í Helsinki við undirspil Finlandíu, tónverks Síbelíusar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.