Handbolti

133 leikja sigurganga Barcelona endaði í kvöld | Aron náði ekki að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. vísir/getty

Íslenskir handboltamenn voru á ferðinni í evrópska handboltanum í kvöld eins og oft áður á miðvikudagskvöldum.

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona náðu aðeins jafntefli á móti Guadalajara, 26-26, en Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna 133 deildarleiki í röð.

Aron klikkaði á báðum skotum sínum í leiknum en Valero Rivera var markahæstur með sjö mörk. Aron reyndi lokaskot Barcelona en það fór í vörnina.Geir Guðmundsson og félagar í Cesson-Rennes unnu 32-31 útisigur á Aix. Geir skaut tvisvar í leiknum en náði ekki að skora.

Gunnar Steinn Jónsson var ekki valinn í 28 manna hóp Geir Sveinssonar fyrir Evrópumótið í Króatíu en fór fyrir sínu liði í sigri í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.


Gunnar Steinn var með fimm mörk og þrjár stoðsendingar í 30-22 útisigri IFK Kristianstad á Helsingborg. Arnar Freyr Arnarsson nýtti eina skotið sitt í leiknum en Ólafur Guðmundsson lék ekki með í kvöld.  

IFK Kristianstad er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar en hefur leikið tveimur leikjum meira en Alingsås HK. Þetta var tíundi deildarsigur Kristianstad í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.