Erlent

Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Klettamoskan í Jerúsalem er einn helgasti staður múslima.
Klettamoskan í Jerúsalem er einn helgasti staður múslima. Vísir/Getty
Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Alþjóðleg gagnrýni á ákvörðunina vex nú með hverjum klukkutímanum.

Í yfirlýsingu frá Sádum segir að ákvörðun Donalds Tump sé tilhæfu- og ábyrgðarlaus. Átta af þeim fimmtán ríkjum sem nú mynda öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á fund um málið hið fyrsta.

Benjamín Netanjahu, forsætisráðherra Ísrael, fagnaði hinsvegar ákvörðun forsetans og sagði um sögulegan dag að ræða.

Sjá einnig: Borgin helga friði að fótakefli í áratugi

Staða Jersúsalemborgar er eitt viðkvæmasta málefnið í samskiptum Palestínu og Ísraels því báðir aðilar gera tilkall til hennar og líta á borgina sem heilaga. Því hefur engin þjóð hingað til, samþykkt tilkall Ísraelsmanna.

Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Frekar má fræðast um stöðuna sem nú er komin upp með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Borgin helga friði að fótakefli í áratugi

Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar.

Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið?

Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels.

Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum

Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×