Golf

Valdís Þóra fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir annan hring

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/gsimyndir.net/Seth

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, spilaði annan hringinn á Omega Dubai Ladies Classic-mótinu í golfi í nótt á einu höggi undir pari og er í heildina á tveimur höggum yfir eftir tvo hringi.

Valdís Þóra fékk fjóra fugla á hringnum en þrjá skolla, þar af tvo skolla á fyrri níu holunum. Hún var sterkari á seinni níu þar sem hún fékk tvo fugla en aðeins einn skolla.

Hún spilaði fyrstu tvo hringina samtals á 146 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er einu höggi frá niðurskurðarlínunni eins og staðan er núna.

Niðurskurðurinn miðast við eitt högg yfir pari og þarf Skagamærin því að vonast til að hlutirnir falli fyrir sig á lokametrum annars hrings.

Valdís Þóra er örugg með sætið sitt á Evrópumótaröðinni á næsta ári þar sem hún er í 50. sæti styrkleikalistans en 80 efstu halda kortinu sínu á milli keppnistímabila.

Staðan á mótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.