Erlent

„Ég tók slæmar ákvarðanir“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Oliver Schmidt er á leið í steininn.
Oliver Schmidt er á leið í steininn. VÍSIR/EPA

Háttsettur fyrrverandi starfsmaður Volkswagen bílaframleiðandans var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir bandarískum dómstóli.

Hann var fundinn sekur um að hafa falsað mengunartölur og þróað aðferðir við að láta líta út sem svo að bílar framleiðandans menguðu minna en þeir gerðu í raun og veru.

Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þegar upp komst en búnaðurinn var notaður á um 600 þúsund díselbílum um nokkurra ára skeið.

Sjá einnig: 138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt

Oliver Schmidt, sem fór fyrir mengunardeildinni hjá Volkswagen í Michigan í Bandaríkjunum játaði sök í málinu og auk fangelsisdómsins þarf hann að greiða 400 þúsund bandaríkjadali.

„Ég tók slæmar ákvarðanir og þeirra iðrast ég,“ sagði Schimdt í réttarsalnum í gær. Nánar má fræðast um málið á vef Guardian.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.