Fótbolti

Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu.
Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. vísir/vilhelm
Íslenskt félag sem á leikmann í lokahópi Íslands á HM 2018 fær aldrei minna en 23,2 milljónir í sinn hlut frá FIFA en greiðslur sambandsins til félagsliða þrefaldast á milli móta.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu í dag en Samtök evrópskra knattspyrnufélaga, ECA, greindu frá þessu í gær. Samningaviðræður ECA og FIFA hafa staðið lengi yfir.

FIFA greiðir 893.000 íslenskar krónur á dag fyrir hvern leikmann frá og með 1. júní en þá eiga leikmenn að vera lausir frá félagsiðum sínum til að undirbúa sig fyrir HM. Greiðslurnar stöðvast þegar að viðkomandi landslið fellur úr keppni.

Fari svo að íslenskt félagslið eigi leikmann í lokahópi HM 2018 fær það aldrei minna en 23,2 milljónir í sinn hlut frá FIFA sé reiknað með því að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðlakeppninni en síðasti leikur D-riðils fer fram 26. júní.

Komist íslenska liðið upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin lengist dvölin í Rússlandi um fjóra eða fimm daga og hækkar þá upphæðin fyrir hvern leikmann upp í 27,7 milljónir króna á hvern leikmann og yrði heildargreiðsla FIFA fyrir íslenska landsliðið 637 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×