Erlent

Kínverjar saka Indverja um ólöglegt drónaflug

Atli Ísleifsson skrifar
Dróni í eigu indverska hersins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Dróni í eigu indverska hersins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP

Kínversk yfirvöld segja að dróni indverska hersins hafi farið inn í lofthelgi Kína og hrapað þar fyrir nokkrum dögum síðan.

Kínverjar saka þannig Indverja um að brjóta á lofthelgi sinni og er drónaflugið harðlega gagnrýnt í kínverskum miðlum.

Samskipti ríkjanna hafa versnað eftir að deila reis upp á milli þeirra vegna yfirráða og eignarhalds á hásléttu í Himalaya-fjöllum.

Kínverjar telja sig eiga svæðið sem um ræðir en það gerir smáríkið Bútan einnig, og Indverjar styðja Bútan í því máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.