Erlent

Þingmenn Demókrata hvetja Franken til afsagnar

Atli Ísleifsson skrifar
Al Franken hefur átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2009.
Al Franken hefur átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2009. Vísir/AFP

Rúmur helmingur öldungadeildarþingmanna Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa skorað á öldungadeildarþingmanninn Al Franken að segja af sér þingmennsku. Fjöldi kvenna hefur á síðustu vikum sakað Franken um að hafa áreitt sig kynferðislega.

Í hóp þingmanna Demókrata sem hafa skorað á Franken er leiðtogi Demókrata á þinginu, Chuck Schumer. Í yfirlýsingum um þrjátíu þingmanna er Franken hvattur til að „stíga tafarlaust til hliðar“.

Útvarpskonan Leeann Tweeden sakaði Franken fyrir um mánuði að hafa áreitt sig kynferðislega í ferð til Afganistan árið 2006. Franken, sem á þeim tíma var vinsæll grínisti og útvarpsmaður, var í Afganistan ásamt Tweeden til að skemmta bandarískum hermönnum.

Franken hefur beðist afsökunar á málinu, en nú hafa sex konur til viðbótar sakað þingmanninn um ósæmilega hegðun. Hann neitar sumum ásökununum.

Franken er þingmaður Minnesota og hefur átt sæti á þingi frá árinu 2009.

BBC hefur eftir talsmanni Franken að reikna megi við viðbrögðum frá þingmanninum í dag.


Tengdar fréttir

Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum

Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.