Handbolti

Klístrið ekki aðalatriðið í handboltanum: „Hættu þessu kjaftæði“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Miha Zvizej vill að forsetinn einbeiti sér að öðru.
Miha Zvizej vill að forsetinn einbeiti sér að öðru. vísir/getty
Eins og kom fram í gær stefnir Hassan Moustafa, hinn umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, að því að útrýma klístrinu, eða harpixi, úr íþróttinni.

Hann vonast til þess að notaður verði sérstakur bolti sem geri það að verkum að leikmenn þurfa ekki að klístra sig upp. Helst vill Moustafa að þessi bolti verði notaður á HM í Þýskalandi og Danmörku á næsta ári.

Finnst mörgum handboltamönnum þetta ekki góð þróun þar sem klístrið býður upp á marga möguleika í skotum. Þá er þetta hreinlega ekki það sem handboltaforystan þarf að einbeita sér að.

Miha Zvizej, leikmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku og landsliðsmaður Slóveníu, er einmitt á þeirri skoðun og hann sendir Moustafa væna pillu á Twitter-síðu sinni.

„Einbeitið ykkur á því sem ÞARF AÐ BREYTA, þetta er kjaftæði,“ segir hann og deilir mynd af hinum umdeilda Hassan Moustafa.

Íslenskir handboltamenn fengu að prófa boltann í sumar eins og hann er núna og voru ekki hrifnir. Hann virkaði víst ágætlega í fimm mínútur og síðan ekki söguna meir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×