Fótbolti

Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir Már hefur spilað með Hammarby undanfarin þrjú tímabil.
Birkir Már hefur spilað með Hammarby undanfarin þrjú tímabil. vísir/getty

Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM.

Birkir Már spilaði fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni, en samningur hans við félagið rann út í lok tímabilsins og ætlar hann ekki að endurnýja við liðið.

„Ég hef átt þrjú mjög góð ár hérna og líkar mjög vel við liðið og félagið. Ég mun sakna liðsfélaganna og var alltaf mjög stoltur af því að klæðast treyjunni og hlaupa út á völlinn fyrir framan stuðningsmenn okkar.“

„Nú bíða ný verkefni og vonandi sjáumst við á HM í Rússlandi næsta sumar, það yrði gaman að mæta Svíum í úrslitaleiknum.“Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.